Do you want to visit the website based on your current location?
Visit English site

FAQ | Hästens

ALGENGAR SPURNINGAR

- ER VALDIÐ SKAÐA Á DÝRUM SEM GEFA HESTHÁR/FJAÐRIR VIÐ FRAMLEIÐSLU Á HÄSTENS VÖRUM?

Allt efni, þar á með taglhár og fiður, er fengið með siðferðilega réttum hætti. Við tökum ábyrgðarhlutverk okkar alvarlega.

- HVERNIG ERU ÞVOTTALEIÐBEININGAR Á RÚMUM/YFIRDÝNUM HJÁ HÄSTENS?

Hästens rúmið þitt er gert með því að nota 100% hágæða náttúruefni. Það er hvorki hægt að hreinsa efnin í þvottavél né með þurrhreinsun En slysin gerast og það ætti að duga að nota blettahreinsi fyrir ofið efni eða húsgögn. Samt er smámöguleiki á að hreinsirinn gæti skaðað eldtefjandi efnið eða aflitað vefnaðinn. Til að koma í veg fyrir þetta stingum við upp á að prófa lítinn blett á lítt áberandi hluta dýnunnar. Til að verja dýnuna ráðleggjum við að notað sé pífulak og dýnuhlíf frá Hästens.

- HVAÐ FELST Í 25 ÁRA ÁBYRGÐ YKKAR?

Nánar að réttindum sem sænsk lög veita neytendum. Öll rúm frá Hästens eru með 25 ára ábyrgð gagnvart bilun á gormum í rúmi eða grind. Varðandi nánari upplýsingar um ábyrgð okkar skaltu hafa samband við næstu Hästens verslun.

- OFNÆMI FYRIR HESTUM. GET ÉG SOFIÐ Í HÄSTENS RÚMI?

Auðvitað geturðu það, án nokkurra afleiðinga. Hver sá sem er með ofnæmi getur notið þess að sofa í Hästens rúmi. Hrosshárin sem við notum í að bólstra rúmin eru unnin í marga mánuði án þess að bæta við aðkomuefnum. Hrosshárin eru þvegin og skoluð vandlega áður en þau eru spunnin, hreinsuð og hituð í 140°C. Hrosshárin eru síðan geymd sem snúið reipi áður en þau eru rifin upp og felld inn í Hästens rúm. Hästens hefur staðið fyrir stífum prófunum til að tryggja að ekkert ofnæmi komi upp vegna hrosshára. Sýnin voru greind með því að nota ELISA tækni við Karólínsku stofnunina í Stokkhólmi og öll sýni skiluðu neikvæðum niðurstöðum.

- HVAR ER AÐ FINNA VERÐ/VERÐLISTA YKKAR?

Sjá verð og vöruupplýsingar í næstu Hästens verslun.

- HVAR FINN ÉG HÄSTENS RÚM?

Athugaðu næstu Hästens verslun.

STAÐSETNING VERSLANA

Finndu næstu verslun