Designers | Hästens
HÖNNUNARLÍNAN
Allt frá árinu 1852 höfum við reynt að finna fullkomnar lausnir og erum líka þekkt fyrir að ryðja nýjar brautir. Hästens Blue Check® bláköflótta mynstrið sem einu sinni hneykslaði marga í hefðbundna innanhússhönnunargeiranum vekur enn upp tilfinningar meira en fjórum áratugum síðar. Þess vegna fögnum við nýrri hugsun hjá leiðandi hönnuðum í dag – einkum handverksmeisturum utan rúmgerðarsviðsins.
Hvað gerist þegar arkitekt fær að vinna með eitt af rúmunum okkar? Hvað lærum við af hátískuforkólfum heimsins? Við trúum því að samvinna við hæfileikafólk á sviði hönnunar leiði til óvenjulegrar og einstakrar sköpunar sem alltaf tekur mið af sameiginlegum metnaði okkar til að hanna fallega hluti sem veita vellíðan.

Hästens
Design
fyrir Bernadotte & Kylberg

Hästens
Being collection
fyrir ILSE CRAWFORD

Hästens
Iris collection
fyrir Lars Nilsson