Bernadotte & Kylberg | Hästens
Hästens
Appaloosa
fyrir Bernadotte & Kylberg
Þegar við kynntum í fyrsta sinn Hästens 2000T línuna og köflótta vefnaðinn færðum við út mörkin á rúmhönnun okkar. Í dag er bláköflótta mynstrið orðið tákn um yfirburði Hästens í heiminum. Hvað er svo næst? Að færa út mörkin eitt skref í viðbót, að sjálfsögðu.
Hästens
APPALOOSA BED BENCH
fyrir BERNADOTTE & KYLBERG
Þessi rúmbekkur úr aski með myndprjónsmynstri í ætt við Kúbisma er þægilegur til að leggja frá sér morgunverðarbakkann — eða einfaldlega geyma púðana á. Hann fer vel við Appaloosa rúmið, en þessi gerðarlegi rúmbekkur með gljáandi svörtu fæturna er handunninn í Svíþjóð. Að utan er þetta flókna myndprjónsmynstur gert í höndunum. Opnaðu lokið sem lokast mjúklega og kíktu inn fyrir. Heilmikið rými og leðurklæddur botn skúffunnar sem rennur til hliðar bæta aðgengi og notagildi. Slík fagmennska helst í hendur við gæðin sem Hästens rúmin eru fræg fyrir. Stærð: 35×140×60 cm
Hästens
APPALOOSA NIGHTSTAND
fyrir BERNADOTTE & KYLBERG
Einstakt náttborð í stíl Kúbismans, sem er handunnið í Svíþjóð til að falla inn í Appaloosa rúmsamstarfið. Smágert askhandprjónsmynstrið, sem dregur dám af köflótta mynstri Hästens, er handgert margvíslega. Rúmgóð skúffa, handmótuð með handunninni geirneglingu, er með skilveggi og smekklegar leðurbryddingar. Smekklegir svartir fætur og mjúklokandi hurð fullkomna útlitið sem fæst bæði fyrir vinstri og hægri hlið rúmsins. Stærð: 35×35×75 cm


Hästens
MARWARI
fyrir BERNADOTTE & KYLBERG
Hefð Hästens með nútímalegri breytingu. Dýrlegar leðurbryddingar. Skrautsaumur. Nýja tveggja laga vefmynstrið okkar. Það má kalla það yfirdrifið. En ef þú ert að leita að toppnum, ef til vill einhverju yfir toppnum, þá er þetta rúm fyrir þig.
Hästens
MARWARI BED BENCH
fyrir BERNADOTTE & KYLBERG
Rúmbekkur er mikilvæg viðbót í hverju svefnherbergi: andblær lúxushótels og nóg af hentugu geymslurými. Í þessum bekk er mikið lagt upp úr smáatriðum með flóknu handunnu valhnotuprjónamynstri, en hann er hannaður af Bernadotte og Kylberg með smekklegum látúnsfótum og skemmtilega mjúklokandi loki. Innan í er nóg geymslurými og snilldarvel gerðar skúffur sem eru með leðurbotni og hreyfast til hliðar, fullbúnar með skilrúmum til að aðgreina alls kyns muni. Sérstaklega hannaður til að fylgja Marwari, en passar þó við öll rúm frá Hästens. Stærð: 35×140×60 cm
Hästens
MARWARI NIGHTSTAND
fyrir BERNADOTTE & KYLBERG
Þetta vandaða dæmi um valhnotuprjónamynstur, sem er allt handgert, rímar áreynslulaust við ríkulega tóna Marwari rúmsins. Hinir nafntoguðu Bernadotte og Kylberg hafa hannað náttborð í anda Kúbismans sem er með mjúklokandi lok, rúmgóða skúffu með handskorinni geirneglingu á samskeytum og leðurbryddingar auk valmöguleika á vinstri eða hægri opnun. Náttborðið er handunnið í Svíþjóð og meðfylgjandi eru látúnsfætur. Stærð: 35×35×75 cm