FERRIS RAFAULI | Hästens
ferris rafauli
LISTAVERK UNNIN AF ÁST
Samstarf Hästens við heimsþekkta innanhússhönnuðinn Ferris Rafauli setur alveg ný viðmið í hönnun rúma. Grand Vividus og drēmər®-rúmin bjóða upp á fáheyrð þægindi, handverk og lúxus á grundvelli arfleifðar okkar og smekklegs og sérstaks stíls Ferris Rafauli.
Við deilum ástríðu fyrir fullkomnun með Ferris Rafauli og skilningi á því hvað hárnákvæmt handverk er flókið og margbrotið. Draumur okkar hefur verið að búa til glæsilegustu rúm sem fyrirfinnast í heiminum, fyrir fólk sem velur aðeins það besta.
Hästens
Grand Vividus er meistaraverk, hannað til að umvefja þig raunverulegri ást. Okkar allra reyndasta handverksfólk í Köping handsmíðar hvert einasta rúm úr allra bestu náttúrulegu hráefnum og skapar fágaða áferð af einstakri natni.
"FERRIS RAFAULI ER SANNUR MEISTARI Í HÖNNUN FULLKOMINNA LÚXUS- OG LÍFSSTÍLSVARA. HANN BÝR YFIR SKYNJUN Á, TILFINNINGU FYRIR OG DJÚPUM SKILNINGI Á VÖRUNUM OKKAR."
JAN RYDE, 5. KYNSLÓÐ HJÁ HÄSTENS OG FRAMKVÆMDASTJÓRI FYRIRTÆKISINS
Hästens
Eitt hundrað og sjötíu árum eftir stofnun Hästens varð drēmər®-rúmið til. Það er í algjörum sérflokki þar sem handverksþekking okkar sameinast sköpunargáfu Ferris Rafauli.
Hästens
MONOGRAM COLLECTION
fyrir ferris rafauli
Ferris Rafauli spann út frá hestamerkinu okkar og hannaði sængurfatasett í einstökum, höfugum litum til að gera svefnupplifunina jafnglæsilega og Grand Vividus-rúm.


Ghost
Black


ARCTIC
White


TRADITIONAL
BLUE


ANTIQUE
WHITE
Hästens
SLOPPUR MEÐ STAFASAUMI
fyrir ferris rafauli
Miðlungssítt snið þessa einstaklega vandaða slopps úr 100% silki hentar vel til að nota yfir náttföt. Beltið, kraginn og vasarnir eru úr mynsturofnu satíni og sérhannaða Hästens-hestamynstrið er á sínum stað. Fáanlegur í hefðbundnum bláum, svörtum og antíkhvítum litum.
Hästens
SVEFNGRÍMA MEÐ STAFASAUMI
fyrir ferris rafauli
Hästens-svefngríma með stafasaumi lokar allt óvelkomið ljós og daglegt amstur úti og gerir fólki kleift að njóta djúps og endurnærandi svefns. Mynsturvefnaðurinn er úr 100% silki og efnið er fóðrað til að auka þægindin enn frekar. Fáanlegur í hefðbundnum bláum, svörtum og antíkhvítum litum.