Do you want to visit the website based on your current location?
Visit English site

Natural Materials | Hästens

EFNI

Við notum aðeins náttúrulegan efnivið af bestu gerð. Allt er framleitt á sjálfbæran hátt og fengið með sanngjörnum viðskiptaháttum svo að allir hlutir getir átt sér framhaldslíf. Vara sem á uppruna sinn í náttúrunni vill skila sér til baka í náttúruna og þannig á það að vera.

HROSSHÁR

Grunnurinn að Hästens rúmunum, þessi lítt áberandi hrosshár er efnið sem okkur þykir vænst um. Og það býr yfir ýmsum töfrandi eiginleikum.

HROSSHÁR

Grunnurinn að Hästens rúmunum, þessi lítt áberandi hrosshár er efnið sem okkur þykir vænst um. Og það býr yfir ýmsum töfrandi eiginleikum.

INNBYGGÐ LOFTRÆSTING
Fá efni standa hrosshárum á sporði við gerð rúma. Hver einn og einasti krullaði þáttur hrosshársins vinnur eins og lítil fjöður sem bætir útfærsluna á innra fjöðrunarkerfinu, veitir stuðning og sveigjanleika. Hrosshárin færa með sér eigin innbyggða loftræstingu sem er ákaflega skilvirk.
Sérhver þáttur hrosshársins vinnur eins og örfínn öndunarvegur: holt rör með háræðavirkni sem leiðir burt raka og hleypir inn fersku lofti. Hrosshár er svo skilvirkt að sé það rennbleytt í vatni og síðan hrist þornar það nánast undir eins. Þessar miljónir af þægilegum náttúrulegum örfjöðrum í Hästens rúmum flytja allan umframvarma og -raka frá líkamanum á meðan hann sefur. Þar af leiðandi sofnar þú fyrr og nýtur djúps órofins og nærandi svefns við fullkomlega rétt hitastig. Ímyndaðu þér hvað þetta gerir fyrir svefngæðin.

ALGJÖRLEGA LAUS VIÐ OFNÆMISVALDA
Hrosshárin sem við notum í rúmin okkar hafa verið prófuð af fjölda óháðra evrópskra rannsóknarstofnana. Þær hafa komist að því að rúmin er algerlega laus við ofnæmisvalda, sem þýðir að þau valda ekki ofnæmi. Rétt er að halda því til haga að hrosshár eru lífrænt efni með náttúrulegum eiginleikum gegn bakteríum, sveppum og mítlum sem stuðla að heilsusamlegum, heilnæmum svefni.

FYLLIEFNI SÍÐAN Á 19. ÖLD
Við notum ekta hrosshár í rúmin okkar til að nýta æskilega eiginleika þess og skila hreinni náttúrulegri og einstaklega endingargóðri vöru. Hrosshárin eru fyrst þvegin í sjóðandi vatni og síðan skoluð vandlega áður en spunnið er úr þeim og þau sótthreinsuð. Þau eru hituð upp í 140°C við fjórfalda loftþyngd í miklum raka.
Öll vinnslan fer fram án þess að bætt sé við aðkomuefnum. Útkoman er algerlega hreint og fjaðrandi náttúruefni. Unnu hrosshárin eru geymd áður en þau eru skilin sundur til að nota í Hästens rúm og dýnur. Þegar við greiðum sundur löngu þættina eru hrosshárin fallega krumpuð og hafa aukist margfalt að rúmmáli. Þetta vinnuferli hefur varðveist meira og minna óbreytt í tvær aldir.

MISMUNANDI GERÐIR OKKAR AF HROSSHÁRUM
Alúðin við að velja og flokka hrosshár er grunnurinn að þessum stöðugu gæðum á öllum okkar vörum. Hästens notar mismunandi gerðir af hrosshári með breytilegum eiginleikum:
A-Lyx hrosshár – sérvalin hrein taglhár þar sem notaðir eru lengstu og sterkustu þættirnir sem fjaðra hvað mest og gera rúmið meira fjaðrandi og stinnara.
J-hrosshár – mjúk, fjaðrandi og sveigjanleg blanda af hágæða hrosshárum og hárum úr nautgripahala sem gerir rúmið mýkra og sveigjanlegra.