Do you want to visit the website based on your current location?
Visit English site

Care for your Hästens | Hästens

CARE FOR YOUR HÄSTENS

Rúm frá Hästens er fjárfesting. Fjárfesting í frábærum svefni, sem er fjárfesting í lífsgæðum. Og eins og allar góðar fjárfestingar mun Hästens-rúmið þitt skila þér góðri ávöxtun um margra ára skeið. 

Með svolítilli hjálp frá þér mun rúmið þitt standa sig frábærlega í mörg, mörg ár.

AÐ SNÚA DÝNUNNI OG YFIRDÝNUNNI

AÐ SNÚA DÝNUNNI OG YFIRDÝNUNNI

Til að tryggja sem besta endingu skaltu bæði snúa dýnunni 180 gráður og snúa henni við mánaðarlega fyrstu sex mánuðina, en eftir það á tveggja til þriggja mánaða fresti þangað til þú hefur átt rúmið þitt í tvö ár. Haltu svo áfram að snúa dýnunni um 180 gráður á minnst tveggja til fjögurra mánaða fresti. Þannig tryggir þú að stærri hluti af svefnfletinum lagi sig að líkama þínum og þínum svefnstillingum. Snúðu dýnunni um 180 gráður í hvert skipti, ýmist frá vinstri til hægri eða frá hægri til vinstri, og frá höfðagafli til fótagafls. 

Við mælum líka með því að þú snúir dýninni við mánaðarlega.

SNÚNINGSLOTA - MÁNUÐUR 1

Snúðu dýnunni þannig að rennilásinn sé áfram við höfðalagið.

SNÚNINGSLOTA - MÁNUÐUR 2

Snúðu dýnunni þannig að rennilásinn sé til fóta.

SNÚNINGSLOTA - MÁNUÐUR 3

Snúðu dýnunni þannig að rennilásinn sé áfram til fóta.

SNÚNINGSLOTA - MÁNUÐUR 4

Snúðu dýnunni þannig að rennilásinn sé við höfðalagið.

LEIÐBEININGAR UM UMHIRÐA OG NOTKUNARHANDBÆKUR

Í leiðbeiningum okkar um umhirðu er að finna nánari upplýsingar um það hvernig þú getur haldið rúminu þínu fallegu, og það sem meira máli skiptir, tryggt einstök þægindi um áratuga skeið.