Do you want to visit the website based on your current location?
Visit English site

Terms & Conditions | Hästens

SKILMÁLAR HÄSTENS

Vinsamlegast lestu skilmálana vandlega áður en þú notar hastens.com („vefsvæðið“). Með því að nota og versla á vefsvæðinu okkar samþykkir þú neðangreinda skilmála. Þar sem skilmálarnir kunna að vera uppfærðir öðru hverju mælum við með því að skoða þessa síðu reglulega til að fylgjast með breytingum sem við kunnum að gera á skilmálunum.

Upplýsingar um fyrirtæki

Hästens Beds Online B.V.

Elisabethhof 2

2353EZ Leiderdorp

Holland


Company/KvK number: 57362033

VAT identification number: NL8525.47.766.B01

Director: Hästens Beds Netherlands BV (Robert Carlén) 

1. Skilyrði fyrir kaupum

Netverslunin er opin allan sólarhringinn nema þegar sinna þarf viðhaldi. Til þess að versla á hastens.com verður þú að vera að minnsta kosti 18 ára og eiga gilt kreditkort sem við höfum samþykkt. Við tökum aðeins við pöntunum frá almennum neytendum. Sem stendur getum við aðeins afgreitt pöntunina þína ef afhendingarheimilisfangið er í einhverju af löndunum sem við sendum til.

Með því að leggja inn pöntun á vefsvæðinu okkar gerir þú okkur tilboð um að kaupa vörurnar sem þú valdir samkvæmt þessum skilmálum. Okkur er í sjálfsvald sett hvort við tökum tilboðinu.

Við getum aðeins samþykkt tilboð sem gerð eru í gegnum vefsvæðið okkar. Við getum ekki samþykkt tilboð sem eru gerð í síma, tölvupósti, bréfleiðis eða með faxi.

Við getum hafnað tilboði eða hætt við kaup við eftirfarandi aðstæður án þess að bera ábyrgð á tjóni eða kostnaði. Við sendum þér tölvupóst til að láta þig vita fyrirfram um slíkar ákvarðanir og reyna að leysa málið, og við endurgreiðum allar greiðslur til okkar án frádráttar ef:

  • greiðsluupplýsingar þínar eru rangar eða ekki sannprófanlegar, eða þú stóðst ekki lánshæfismat;
  • pöntunin þín gæti hafa verið gerð í sviksamlegum tilgangi, eða í tengslum við refsiverðan verknað eða aðra ólögmæta aðgerð;
  • það var óviljandi villa á vefsvæðinu, t.d. villa við greiðslu o.s.frv.;
  • við höfum ástæðu til að ætla að þú sért undir 18 ára aldri;
  • við gátum ekki sent vörur á heimilisfangið sem þú gafst upp

1.1 Tungumál samningsins

Tungumál samningsins er enska.

1.2 Ábyrgð

Samræmisyfirlýsing um vörur samkvæmt landslögum gildir um þessi kaup.

1.3 Aðgangur að samningnum

Við varðveitum alla gerða samninga, þar á meðal tilboðið þitt og pöntunarstaðfestinguna, og við mælum með því að þú geymir þá líka, þar sem skjölin verða ekki aðgengileg síðar. Sjá samt hlutann „Reikningurinn minn“ í „Pöntunarsögu“.

1.4 Hvenær í pöntunarferlinu er pöntunin orðin bindandi?

Um leið og þú smellir á „Leggja fram pöntun“ og kvittunin birtist á skjánum er tilboðið bindandi. Sjá samt hlutann „Skil, uppsögn á samningi og kvartanir“.

Kvittunin sem birtist er sjálfvirk staðfesting á því að við höfum móttekið tilboðið þitt. Staðfestingin þýðir þó ekki að við höfum samþykkt tilboðið þitt og við áskiljum okkur skýran rétt til að hafna tilboði þínu eftir að þér hefur borist sjálfvirka staðfestingin.

Ef við samþykkjum tilboðið þitt færðu tölvupóst frá okkur sem staðfestir að við höfum sent pöntunina þína (sendingarstaðfesting). Samningurinn okkar á milli tekur gildi frá þeim tíma sem sendingarstaðfestingin er send.

Ef þú gerðir mistök við pöntunina skaltu hafa samband við okkur svo við getum aðstoðað þig. Gættu þess þó alltaf að fara yfir tilboðið áður en þú sendir það inn. Áður en þú sendir inn tilboðið gefst þér færi á að breyta öllum upplýsingum sem þú hefur slegið inn, svo sem heimilisfangi afhendingar, greiðslupóstfangi eða kreditkortaupplýsingum, eða breyta eða eyða vörum í innkaupapokanum þínum.

1.5 Greining á sviksamlegu athæfi

Við kunnum að gera sannprófunarathuganir á gögnum sem þú sendir inn þegar þú leggur fram tilboð, í því skyni að vernda neytendur og tryggja öryggi netverslunarinnar. Þessar athuganir geta falið í sér sannprófun á heimilisfangi og greiðslu og athugun á tilboðinu til að koma í veg fyrir svik.

2. Greiðslumátar

Við samþykkjum eftirtalda greiðslumáta:

  • VISA
  • MasterCard
  • Amex
  • iDeal (aðeins í Hollandi)

Athugaðu að við getum ekki samþykkt aðra en ofangreinda greiðslumáta. Ef þú reynir að greiða með einhverjum öðrum máta erum við ekki ábyrg fyrir tapaðri greiðslu eða öðrum skaða sem þú kannt að verða fyrir vegna þess.

2.1 Staðfestingarnúmer kreditkorts

Til þess að viðhalda eigin öryggi og koma í veg fyrir svik verður þú beðin(n) um að slá inn öryggisnúmer kortsins (CVV) þegar þú greiðir með kreditkorti. Það er 3–4 stafa tala aftan á kreditkortinu þínu. Hún er yfirleitt hægra megin við kreditkortanúmerið.

2.2 Úrvinnsla greiðslna

Ef þú pantar með kreditkorti er greiðslan dregin af bankareikningnum þínum þegar pöntunin og gögnin þín hafa verið staðfest og vörurnar eru sendar til afhendingar frá vöruhúsi okkar.

Ef þú pantar með iDeal eða debetkorti er greiðslan dregin af reikningnum þínum þegar við staðfestum pöntunina.

Athugaðu að færa þarf inn greiðslupóstfangið nákvæmlega eins og það birtist á bankayfirlitinu þínu.

3. Verð og VSK

Virðisaukaskattur (VSK) er innifalinn í öllu vöruverði, afhendingargjöldum og verði annarrar þjónustu.

Afhendingargjaldi er bætt við hverja pöntun. Við greinum þér alltaf frá heildarverði, þ.m.t. öllum sköttum, virðisaukaskatti og öðrum kostnaði, svo sem gjöldum og mögulegum afhendingarkostnaði, áður en þú leggur inn pöntunina.

Verðið sem birtist á vefsvæðinu er það sem gildir við kaupin. Verð getur breyst án fyrirvara en breytingar hafa ekki áhrif á pantanir sem þegar hafa verið samþykktar. Við leitumst við að koma í veg fyrir rangar upplýsingar en athugaðu að villur í verði, stafsetningarvillur og aðrar villur eða mistök geta komið upp öðru hverju. Staðfestingarferli okkar felur í sér sannprófun á verði. Ef rétt verð er lægra en uppgefið verð er lægri upphæðin gjaldfærð. Ef rétt verð er hærra en uppgefið verð á vefsvæðinu okkar reynum við að hafa samband við þig. Ef okkur tekst ekki að hafa samband við þig höfnum við tilboðinu þínu og látum þig vita með tölvupósti.

3.1 Gjaldmiðill

Allt verð er birt í gjaldmiðli heimalands þíns. Gjaldmiðill innheimtrar upphæðar er ákvarðaður samkvæmt heimilisfangi viðtakanda.

Athugaðu að ef afhendingarlandi er breytt getur það haft áhrif á verð og afhendingarkostnað.

4. Öryggi pantana

Við notumst við SSL-tækni (Security Socket Layer), eitt öruggasta netpöntunarkerfi sem til er, til að dulkóða upplýsingar um þig, svo sem nafn og heimilisfang, og mikilvægar persónuupplýsingar, svo sem kreditkortaupplýsingar. Upplýsingarnar eru dulkóðaðar frá því að þú slærð þær inn og persónuupplýsingar eru ekki vistaðar á opinberum netþjónum. Það þýðir að óviðkomandi geta ekki lesið upplýsingarnar sem berast milli þín og vefsvæðis okkar. SSL-tæknin sannvottar að gögn sem send eru í gegnum vafra berist til rétta örugga netþjónsins, dulkóðar öll gögn svo að aðeins öryggi netþjónninn geti lesið þau og athugar heilleika gagna til að ganga úr skugga um að ekki hafi verið átt við gögnin sem flutt eru.

5. Afhendingar

Við sendum til eftirtalinna landa:

  • Austria
  • Belgium
  • France
  • Germany
  • Italy
  • Luxembourg
  • The Netherlands (excl. Aruba and Antilles)
  • Finland
  • Spain

5.1 Afhendingarskilmálar

UPS afhendir pöntunina á uppgefið heimilisfang viðtakanda. Þú færð tilkynningu með rakningarnúmeri um leið og sendingin fer úr vöruskemmu okkar svo að þú getir fylgst með sendingunni.

UPS lætur þig vita ef ekki tókst að ná í þig í fyrstu tilraun til afhendingar. Í tilkynningunni kemur fram hvort hægt sé að nálgast pakkana á næsta afgreiðslustað eða hvort önnur afhendingartilraun verði gerð daginn eftir. Þú getur einnig breytt heimilisfanginu, bókað aðra afhendingu með forritinu UPS My Choice eða haft samband við UPS. Sjá frekari upplýsingar á www.ups.com.

Pantanir eru afhentar mánudaga til föstudaga.

Kvitta verður fyrir allar afhendingar við móttöku nema sendingaraðili bjóði upp á annan möguleika.

5.2 Skiptar sendingar

Ef fleiri en ein vara er pöntuð í sömu sendingu áskiljum við okkur rétt til að skipta sendingunni. Þetta getur gerst ef töf verður á tilteknum vörum þegar þær eru pantaðar. Ef sendingu er skipt færðu rakningarnúmer fyrir hvern böggul. Frekari afhendingarkostnaður verður ekki innheimtur.

5.3 Vörueftirlit

Athugaðu að að afhendingu lokinni berð þú ábyrgð á vörunum sem þú pantaðir. Ekki taka við sendingunni ef pakkningarnar virðast vera skemmdar.

Þér ber, með fyrirvara um lögbundin réttindi og úrræði, að skoða ástand varanna og tilkynna okkur um alla galla sem kunna að finnast. Ef um gallaðar vörur eða ósamræmi við pöntun er að ræða hefur þú kost á að skila gölluðu vörunni og fá kaupverðið og allan afhendingarkostnað endurgreiddan þegar við höfum afgreitt endursendinguna. Þú hefur einnig heimild til að halda gölluðu vörunni og fara fram á verðlækkun.

5.4 Afhendingartími

Pantaðar vörur eru afhentar mánudaga til föstudaga og nákvæmur afhendingartími veltur á afhendingarlandinu.

Pöntun sem er send inn á almennum frídegi verður afgreidd næsta virka dag þar á eftir.

5.5 Pöntun rakin og pöntunarsaga skoðuð

Ef þú ert með reikning hjá hastens.com getur þú rakið pantanir þínar með því að fara á „My Account“ (reikningurinn minn) og velja „Order History“ (pöntunarsaga). Þar getur þú skoðað fyrri pantanir og stöðuna á núverandi pöntun.

Ef þú ert ekki með reikning skaltu hafa samband við okkur svo að við getum greint þér frá stöðunni á pöntuninni.

6. Skil og uppsögn á samningi

Ef þú ert neytandi (þ.e. einstaklingur en ekki að kaupa vörur fyrir hönd fyrirtækis) hefurðu heimild til að tilkynna okkur að þú fallir frá kaupsamningnum, án þess að það leiði til refsingar og án rökstuðnings, innan 30 daga frá og með afhendingardegi vörunnar.

Uppsagnartíminn hefst við móttöku vörunnar og honum lýkur 30 dögum síðar. Ef sendingu hefur verið skipt lýkur uppsagnartímanum 30 dögum eftir móttöku síðustu vörunnar.

Öllum vörum verður að skila í upprunalegu ástandi og upprunalegum umbúðum, með alla merkimiða á sínum stað (nema þeir séu gallaðir). Þetta þýðir að vörurnar mega ekki hafa verið skemmdar, óhreinkaðar, þvegnar eða notaðar og að allar merkingar og merkimiðar þurfa að vera á sínum stað. Hästens áskilur sér rétt til að ákvarða ástand endursendra vara og ákveða endurgreiðsluna.

6.1 Hvernig nýtirðu uppsagnarrétt þinn?

Áður en uppsagnartíminn rennur út verðurðu að tilkynna okkur uppsögn í tölvupósti eða í gegnum samskiptaeyðublaðið á vefsvæðinu.

Auk þess verður þú að endursenda eða skila vörunni til okkar innan hæfilegs tíma frá því að þú sendir tilkynninguna og eigi síðar en 14 dögum frá því að okkur barst tilkynning um þá ákvörðun þína að falla frá kaupunum.

Þú getur einnig nýtt uppsagnarrétt þinn með því að taka ekki við vörunni, sækja hana ekki á pósthús o.s.frv.

6.2 Áhrif þess að falla frá samningi

Ef þú nýtir þér uppsagnarrétt þinn endurgreiðum við þér kaupverð vörunnar en ekki afhendingarkostnaðinn.

Endurgreiðsla er innt af hendi án ástæðulausrar tafar og eigi síðar en 14 dögum eftir þann dag sem okkur er tilkynnt um ákvörðun þína um að falla frá þessum samningi. Við munum endurgreiða þér með því að nota sama greiðslumiðil og þú notaðir í upphaflegu viðskiptunum, nema þú hafir samþykkt annað sérstaklega; í öllum tilvikum þarftu ekki að bera neinn kostnað af þessari endurgreiðslu.

Þú ert aðeins ábyrg(ur) fyrir allri rýrnun á verðgildi vörunnar sem stafar af meðferð hennar annarri en þeirri sem nauðsynleg er til að staðfesta eiginleika, einkenni og virkni hennar.

6.3 Skil á gölluðum vörum

Þegar við sendum vörurnar þínar gerum við okkar besta til að tryggja að þær séu af sem mestum gæðum og í fullkomnu ástandi. Ef um gallaðar vörur eða ósamræmi við pöntun er að ræða hefur þú kost á að skila gölluðu vörunni og fá kaupverðið og allan afhendingarkostnað endurgreiddan þegar við höfum afgreitt endursendinguna. Þú hefur líka kost á að halda vörunni og fara fram á verðlækkun eða viðgerð á vörunni. Athugið að vörur sem eru skemmdar vegna slits teljast ekki vera gallaðar.

Þú verður að leggja fram kröfuna þegar þú uppgötvar gallann. Tilkynningar sem sendar eru innan tveggja mánaða frá því að galli uppgötvast teljast tímanlegar en í sumum tilvikum kunna gildandi lög að kveða á um lengri frest. Þú getur haft samband við okkur svo við getum gert ráðstafanir um skil á vörunni. Við erum fús til að aðstoða þig ef þú vilt leggja fram aðra pöntun.

Athugaðu að skilyrði fyrir öllum slíkum kröfum er að þú hafir ekki notað vörurnar á óviðeigandi hátt og að varan sé ekki gölluð vegna háttsemi þinnar.

6.4 Rangar vörur

Það getur hent að röng vara sé send. Við biðjumst innilega afsökunar ef þetta hefur hent þig.

Hafðu samband við starfsfólk þjónustuvers svo það geti pantað rétta vöru fyrir þig og gert ráðstafanir til þess að láta sækja röngu vöruna til þín.

7. Upplýsingar um endurgreiðslu

Þú færð viðeigandi endurgreiðslu þegar við höfum móttekið og afgreitt beiðnina þína. Markmið okkar er að afgreiða endurgreiðslu innan þriggja virkra daga frá því að okkur berst sendingin frá þér eða staðfesting á að þú hafir sent hana og senda þér tölvupóst til að láta þig vita að við höfum móttekið og afgreitt erindið. Þegar þú hefur fengið tölvupóstinn máttu búast við endurgreiðslu inn á reikninginn þinn eftir 5–10 virka daga. Tíminn veltur á viðskiptabanka þínum eða kortafyrirtæki. Því miður fáum við engu ráðið um þessa töf. Þú getur búist við endurgreiðslu á sama formi og var notað við kaupin. Sé okkur ekki kleift að bakfæra á kreditkortið þitt höfum við samband við þig til að finna aðra leið til að endurgreiða pöntunina þína.

8. Tiltækileiki og gildi tilboða

Við áskiljum okkur rétt til að samþykkja ekki tilboð þitt ef pantaðar vörur eru ekki til á lager. Þú færð tilkynningu í tölvupósti og allar greiðslur sem unnið hefur verið úr verða endurgreiddar.

Verð og tilboð á vefsvæðinu eru gild á þeim tíma sem þau birtast nema annað sé tekið fram í sérstökum skilmálum á vefsvæðinu. Villur í verði, stafsetningarvillur og aðrar villur eða mistök geta komið upp. Staðfestingarferli okkar felur í sér sannprófun á verði. Ef rétt verð er lægra en uppgefið verð er lægri upphæðin gjaldfærð. Ef rétt verð er hærra en uppgefið verð á vefsvæðinu okkar reynum við að hafa samband við þig. Ef okkur tekst ekki að hafa samband við þig höfnum við tilboðinu þínu og látum þig vita með tölvupósti.

9. Þjónustudeild

If you have any questions, comments, or complains related to your purchase you find the contact details under "Contact us" in the order confirmation email.

10. Kvartanir

Þér er velkomið að hafa samband við þjónustuverið okkar ef þú hefur einhverjar kvartanir um kaupin þín. Hægt er að hafa samband við þjónustuverið okkar í tölvu- eða bréfpósti.

Einnig er hægt að leggja fram kvörtun á vettvangi framkvæmdastjórnar ESB fyrir lausn deilumála á netinu. Það er gert á http://ec.europa.eu/odr.

11. Höfundarréttur og vörumerki

Allt efni á vefsvæðinu, meðal annars hönnun, texti, myndræn útfærsla, kennimerki, myndskeið og hljóð, myndir, hnappatákn og samantekt þeirra, hugbúnaðarsöfn, forritun upprunakóða og hugbúnaður er í eigu Hästens Sängar AB. Efnið nýtur verndar samkvæmt sænskum og alþjóðlegum höfundarréttarlögum. Hästens Sängar AB á höfundarréttinn að ofangreindu efni. Aðeins er heimilt að afrita efni vefsvæðisins til einkanota. Öll önnur notkun upplýsinga og efnis á vefsvæðinu, svo sem endurgerð þess, breyting, dreifing, útsending, endurbirting, sýning eða flutningur, er stranglega bönnuð. Því er þér óheimilt að afrita, sýna, hlaða niður, dreifa, breyta, eiga við, fjölfalda, endurbirta eða umorða upplýsingar, texta, skjöl eða annað efni á vefsvæðinu eða nokkurn annan hluta vefsvæðisins nema með skýru samþykki Hästens Sängar AB. Vörumerki, vöruheiti, kennimerki og nöfn sem birt eru á vefsvæðinu eru vörumerki eða viðskiptaheiti í eigu Hästens Sängar AB. Öll eftirgerð slíkra vörumerkja eða viðskiptaheita telst vera brot á réttindum eigandans og er stranglega bönnuð nema til einkanota.

12. Disclaimer of Liability

Við berum aðeins ábyrgð á tjóni ef tjónið stafar af brotum okkar á samningsskuldbindingum gagnvart þér eða ef við erum skaðabótaskyld samkvæmt þar að lútandi lögum.

Hafi eitthvað sem fram fer á hastens.com valdið þér tjóni erum við aðeins bótaskyld vegna skemmda á vörum frá Hästens, hæfilegs og sannanlegs kostnaðar þíns við að komast að orsökum og umfangi tjóns vegna brots okkar á samningi eða ábyrgð samkvæmt þar að lútandi lögum, og hæfilegs og sannanlegs kostnaðar við að koma í veg fyrir og draga úr slíku tjóni.

Við berum ekki ábyrgð á nokkru tjóni sem þriðji aðili hefur orðið fyrir vegna notkunar á vörum okkar, né erum við ábyrg fyrir óviðeigandi notkun þinni á vörum okkar. Að því marki sem lög leyfa berum við ekki ábyrgð á tjóni sem stafar af röngum upplýsingum á vefsvæðinu.

Ofangreindar takmarkanir eiga ekki við ef þú verður fyrir tjóni sem stafar af stórfelldu gáleysi eða vísvitandi misgerð af okkar hálfu.

Við verjum og virðum persónuupplýsingar og öryggi viðskiptavina okkar, en getum þó ekki tryggt fullkomið öryggi upplýsinga og greiðslna á netinu. Að því marki sem lög leyfa berum við ekki ábyrgð á tjóni vegna notkunar á rafrænum samskiptaaðferðum, meðal annars tjóni vegna villna eða tafa í samskiptum, hlerunar eða inngripa þriðju aðila eða tölvuforrita eða vegna tölvuvírusa.

13. Upplýsingar á vefsvæðinu

Við leitumst við að koma í veg fyrir villur á vefsvæðinu en þó geta upplýsingar, texti, myndir, myndræn útfærsla, myndskeið, hljóð og önnur þjónusta á vefsvæðinu innihaldið tímabundnar villur eða ófullnægjandi eða rangar upplýsingar. Í slíkum tilfellum, og að því marki sem lög leyfa, berum við ekki ábyrgð á tjóni sem verður vegna þessa nema slíkt tjón stafi af stórfelldu gáleysi eða vísvitandi misgerð af okkar hálfu.

14. Tenglar

Við berum ekki ábyrgð á nokkurri notkun eða efni á vefsvæðum sem tengt er við á þessu vefsvæði, né berum við ábyrgð á notkun eða efni á vefsvæðum sem tengja á þetta vefsvæði.

15. Gildandi lög

Skilmálar þessir, auk alls ágreinings eða krafna sem upp kunna að koma vegna þeirra og vegna notkunar eða viðskipta á vefsvæðinu, skulu lúta hollenskum lögum, án þess að það takmarki réttindi þín samkvæmt neytendalögum í heimalandi þínu.

16. Réttur okkar til að breyta þessum skilmálum

Við áskiljum okkur rétt til að endurskoða og breyta þessum skilmálum öðru hvoru.

Pöntunin þín lýtur reglunum og skilmálunum sem voru í gildi þegar þú pantaðir vörur frá okkur, nema breytingar á þessum reglum eða skilmálum séu fyrirskipaðar samkvæmt lögum eða af hálfu stjórnvalda (en í slíkum tilfellum gilda þær um fyrri pantanir þínar). Við látum þig vita ef við breytum þessum reglum eða skilmálum eftir að þú hefur gert tilboð en áður en við sendum þér staðfestingu á pöntun. Ef þú tilkynnir okkur ekki um samþykki þitt á þessum nýju reglum eða skilmálum innan sjö virkra daga ógildum við tilboðið þitt og látum þig vita í tölvupósti. 

 

17. 25 ára ábyrgð

Auk réttinda samkvæmt sænskum neytendalögum njóta öll rúm frá Hästens Sängar 25 ára ábyrgðar ef gormarnir eða grindin skyldi bila. Hästens-rúm eru með 100% sænskum gormum. Hästens Sängar AB býður eftirfarandi 25 ára ábyrgð:

  • Ábyrgðin gildir í 25 ár frá afhendingardegi. Ábyrgðin gildir aðeins fyrir upphaflegan kaupanda. Lögin um samninga (réttindi þriðju aðila) frá 1999 eiga ekki við um ábyrgðina. Senda þarf útfyllt ábyrgðarskírteini til skráningar hjá Hästens Sängar AB svo ábyrgðin taki gildi. Það er á ábyrgð kaupanda að ganga úr skugga um að ábyrgðarskírteinið sé sent til Hästens Sängar AB.
  • Ábyrgðin gildir um bilun í málmgormunum, grindinni eða stillanlega málmbotninum. Ábyrgðin er ekki gild ef ljóst er að bilunin sé til komin vegna óhapps eða álíka atviks, gáleysis, annarrar notkunar á rúminu en til er ætlast eða álíka athafna af hálfu kaupanda. Ábyrgðin nær heldur ekki til slits sem hlýst af venjulegri notkun. Tekið skal fram að ábyrgðin gildir ekki um yfirdýnuna.
  • Ábyrgðin gildir aðeins í landinu þar sem kaupandinn keypti rúmið og aðeins ef kaupandinn leggur fram skriflega kvörtun til Hästens Sängar AB innan hæfilegs tíma frá því að tjónið varð eða hefði átt að vera ljóst.
  • Eftir móttöku kvörtunarinnar skal Hästens kanna og lagfæra vandamálið svo fljótt sem auðið er. Hästens upplýsir viðskiptavininn um hvort þessi skoðun og/eða viðgerð fari fram þar sem viðskiptavinurinn er staddur eða hvort flytja skuli rúmið til skoðunar og/eða viðgerðar hjá Hästens. Hästens annast alla nauðsynlega flutninga nema aðilarnir komi sér saman um annað. Ábyrgðin gildir aðeins um skoðun þar sem viðskiptavinurinn er staddur og/eða flutning innanlands til staðarins þar sem rúmið var keypt upphaflega.
  • Hästens áskilur sér rétt til að ákveða hvernig úr skuli bætt og mun gera við rúmið eða útvega nýtt á eigin kostnað.
  • Ef í ljós kemur að bilunin fellur ekki undir þessa ábyrgð skal viðskiptavinurinn, samkvæmt sanngjarnri ákvörðun Hästens, bera kostnað vegna tilefnislausu kvörtunarinnar.
  • Ef í ljós kemur að bilunin fellur ekki undir þessa ábyrgð skal viðskiptavinurinn, samkvæmt sanngjarnri ákvörðun Hästens, bera kostnað vegna tilefnislausu kvörtunarinnar.

STAÐSETNING VERSLANA

Finndu næstu verslun