Do you want to visit the website based on your current location?
Visit English site

When Business Is Love | Hästens

WHEN BUSINESS IS LOVE

The Spirit of Hästens—At Work, At Play and Everywhere In Your Life.

When Business is Love Video Thumbnail

Er í raun mögulegt að reka fyrirtæki á ástríðunni einni saman í því samkeppnismiðaða viðskiptaumhverfi sem við sjáum í dag?

Í „WHEN BUSINESS IS LOVE: The Spirit of Hästens — At Work, At Play, and Everywhere in Your Life“, deilir forstjóri Hästens í fimmta ættlið, Jan Ryde, hugmyndafræði sinni og útskýrir hvernig öll fyrirtæki, á hvaða sviði sem er, geta starfað á grundvelli ástríðu. Bókin skoðar yfir tuttugu þætti sem móta aðferðafræði Jans, allt frá því hvernig má stuðla að menningu sem metur fólk, ímyndunarafl, handverk og þekkingu, til þess hve mikilvægt er að leiða með heiðarleika, einlægni, fyrirgefningu, heilindi, auðmýkt og hvatningu í fyrirrúmi.

Í „WHEN BUSINESS IS LOVE“ verður fjallað um ógleymanlega sögu Hästens frá stofnun þess 1852 sem verkstæði eins söðlasmiðs til að vera nú eitt ástsælasta vörumerki heimsins með verslanir allt frá Los Angeles til London og frá Istanbúl til Singapúr. Eftir að hafa kynnst því hvernig Jan Ryde stjórnar fyrirtæki sínu með ást mun þú spyrja sjálfan þig sömu umbreytandi spurningar sem hvetur allt starfsfólk Hästens: Hversu gott vilt þú hafa það?

Upplestur hljóðbókar:

Golden Globe- og Emmy-verðlaunahafinn

JON HAMM

Fáðu bókina ásamt ókeypis fríðindum MEÐ ÞVÍ AÐ SKOÐA OPINBERA VEFSVÆÐIÐ HÉR

Þú getur einnig smellt á einhvern þessara endursöluaðila til að nálgast bókina:

UM HÖFUNDINN

Jan Ryde, forstjóri Hästens, tilheyrir fimmtu kynslóð fjölskyldumeðlima sem hafa leitt fyrirtækið frá árinu 1852. Jan lærði iðnaðarverkfræði og stjórnun við Linköping-tækniháskólann í Svíþjóð, þar sem hann lauk meistaragráðu í raunvísindum áður en hann hóf doktorsnám í viðskiptafræði. Sem dósent var Jan mikils metinn meðal nemenda við Linköping-háskólann, þar sem hann kenndi viðskiptafræði í nokkur ár áður en hann tók við stjórnarkeflinu hjá Hästens.

Líkt og allir starfsmenn – án tillits til endanlegrar stöðu þeirra innan fyrirtækisins – byrjaði Jan sem lærlingur þar sem hann lærði og lagði sitt af mörkum í hverju skrefi ferlisins á bakvið framleiðslu handgerðra rúma frá Hästens.

Jan er það mikill heiður að ekki aðeins hefur 6. kynslóð fjölskyldunnar gengið til liðs við fjölskyldureksturinn, heldur einnig margar kynslóðir annarra fjölskyldna sem hafa tileinkað starfsferil sinn Hästens, sem sérhæfir sig í að bæta lífsgæði fólks með því að hjálpa því að sofa rótt.