Heritage - Hästens through the centuries | Hästens
HÄSTENS UM ALDIRNAR
Sex kynslóðir af handverksmönnum hafa leitt Hästens þangað sem fyrirtækið stendur núna — fjölskyldufyrirtæki sem er enn knúið áfram af mætti svefnsins og auðmjúku stolti yfir handverki sínu. Allar kynslóðir hafa átt sinn þátt í að móta Hästens og yfirstíga áskoranir á leiðinni. Hér er útdráttur úr sögu Hästens sem má kalla kvöldlesningu ef svo vill.
FYRSTA KYNSLÓÐIN

Um jólin 1839 virtist framtíðin ekki björt hjá Pehr Adolf og systkinum hans í litla fjölskylduhúsinu austur af Örebro. Faðir þeirra, Johan Janson, var rétt búinn að segja börnunum að móðir þeirra hefði látist, örmagna af óblíðum aðstæðum þess tíma. Á nítjándu öld er fátækt ríkjandi í Svíþjóð og þriðjungur af íbúunum flytur út til Bandríkjanna í von um betra líf. Faðir Pehr Adolf verður eftir í Svíþjóð og meðan börnin eru að vaxa úr grasi brýnir hann fyrir þeim hve mikilvægt sé að búa yfir sérþekkingu sem snjall handverksmaður og kaupmaður:
„ÉG VIL AÐ ÞIÐ VERÐIÐ BETRI EN ÉG. EF ÞIÐ LÆRIÐ OG NÁIÐ TÖKUM Á STARFSGREIN AÐ YKKAR VALI FÆRIR ÞAÐ YKKUR EITTHVAÐ SEM ÞIÐ GETIÐ GEFIÐ FÓLKI OG ÞAÐ ÞARFNAST. OG MEÐ ÞVÍ MÓTI VERÐIÐ ÞIÐ ALLTAF FÆR UM AÐ ANNAST ÁSTVINI YKKAR.”
Pehr Adolf verður sem metnaðarfullur ungur maður ákveðinn í að verða söðlasmiður. Ákvörðunin breytti ekki aðeins hans eigin lífi heldur líka barna hans og komandi kynslóða. 18 ára að aldri gerist Pehr Adolf lærlingur hjá söðlasmið við að búa til óvenjulega söðla/hnakka og aktygi úr sænsku leðri.
Fjórum árum síðar hinn 22. mars 1852 veitti Svíakonungur honum meistarabréf í söðlasmíði. Auk þess að smíða söðla og aktygi fólst í starfi söðlasmiðs að gera fínustu taglhársdýnur og leðurvörur. Færustu menn í iðninni kunnu að búa þær til af nákvæmni, en líka mjög hratt — með afburðagæði að leiðarljósi.
Pehr Adolf uppfyllir drauma sína og föður síns með miklu stolti. Fljótlega kvænist hann ástinni í lífi sínu, Elisabeth Charlotta Carolina Almblad. Loks flytja hjónin til sveitarfélagsins Hed utan við bæinn Köping (borið fram „hjöping") með þremur börnum sínum, Adolf Fredrik, Ida Elisabeth og Per Thure. Báðir synirnir fetuðu í fótspor föðurins og urðu söðlasmiðir. Adolf Fredrik yfirgefur síðar söðlasmíðina og verður stjórnmálamaður, langt á undan sinni samtíð og berst með virkum hætti og af ástríðu fyrir kynjajafnrétti.
ÖNNUR KYNSLÓÐIN
Per Thure tryggir að fjölskylduhefðin lifi áfram inn á síðari hluta 19. aldar, og árið 1885 tekur hann yfir söðlasmíðina. Um það leyti hafði fjölskyldan náð langt á þeirri braut að fylgja góðum ráðum um að hver kynslóð verði betri en sú næsta á undan og sjá þannig fyrir ástvinum sínum.
Þar eð hann var alinn upp með sama hætti og faðir hans var hann fljótur að laga sig að breyttum tímum og kaus að einbeita sér að hrossháradýnum, -sætum og -sessum þegar Fyrri heimsstyrjöldin færði Svíum bílana.

ÞRIÐJA KYNSLÓÐIN

Per Thure og sonur hans David Janson fara með söðlagerðarhefðina enn lengra með því að auka framleiðslu á söðlum og reiðtygjum jafnframt því að stækka fjölskyldufyrirtækið og fara að framleiða sífellt meira af rúmum. Þegar bílar fara að birtast spáir Janson því að breytingar verði með flutningum og ákveður árið 1917 að einbeita sér að fullu að rúmunum. Á Jónsmessunótt teiknar Paul Janson, hinn listræni bróðursonur Jansons, fyrsta lógó Hästens.
Hestur er tekinn upp í nafni fyrirtækisins sem virðingarvottur við meistaraiðnina í söðlagerð og er síðan þá auðkenni Hästens. Sama ár verður skyndilega skortur á afburða góðu efni. Ekta hrosshár sem alltaf höfðu verið aðalfylliefnið í rúmum er torfundið í þeim gæðum og magni sem þarf til að mæta eftirspurn fyrir yfirburðagóð handgerð rúm. Til þess að uppfylla gæðakröfur þarf að velja vandlega hrosshárin, þvo þau, sjóða, spinna, svíða og hreinsa vandlega til að draga fram réttu fyllieiginleikana. Janson og faðir hans takast á við þessar áskoranir með því að opna eigin verksmiðju til að vinna hrosshárin og tryggja þannig að gæði Hästens verði áfram mikil.
David Janson rifjar upp: „Faðir minn var iðnaðarmaður af gamla skólanum — orðin gæði og fagmennska voru heilög að hans mati. Þessi afstaða var innprentuð í huga minn og allra sem unnu fyrir fyrirtækið. Við framleiðum vöru sem aflar okkur virðingar. Það er leiðarhnoða sem við höfum alltaf fylgt. Á þeim tíma voru skilyrði fyrir meistara í söðlagerð langt frá því að vera góð og framtíðin lofaði ekki góðu. Þvert á móti raunar. En okkur datt í hug að víkka út þetta þrönga svið sem við störfuðum innan, að færa okkur úr handiðn í litlum skala í látlausan smáiðnað. Á þeim tíma var það faðir minn, nokkrir handverksmenn og ég. Til að halda áfram urðum við að brjótast út úr þessum þrönga ramma hreins handverks og snúa okkur að iðnaðaraðferðum. Það varð til þess að við fórum að huga að bæta við rekstur okkar hrossháraspunaverksmiðju. Ef til vill bjó okkur í brjósti það sem kalla má „þessi litli neisti“ þegar við hófum rekstur á hrossháraspunaverksmiðjunni. Útvíkkunin gerðist árið 1917 og ég var 25 ára gamall þá. Auðvitað var þetta tryllingslegur tími að hefja rekstur á borð við þennan í heimsstyrjöld, þegar skorti hráefni og gríðarlega erfitt var að ná í hentugar vélar. Ekki batnaði ástandið þegar faðir minn veiktist ekki löngu síðar. Ástandið virtist ömurlegt, en fólk frá Västmanland, okkar svæði í Svíþjóð, er þekkt fyrir seiglu og þrjósku. Það var sennilega eintómt stolt sem hélt okkur gangandi!“
Þremur árum eftir að ákveðið var að einbeita sér algjörlega að rúmum og eftir að stofnuð hafði verið þessi hrossháraspunaverksmiðja keypti Hästens 20 tonn af hrosshárum til að mæta eftirspurninni. Söðlameistararnir voru helteknir af gæðum í leit að því að skapa bestu hugsanlegu vörurnar, því að andi fullkomnunar knúði þá til að líta út fyrir ríkjandi aðstæður og setja eigin staðla. Þeir ferðuðust um heiminn til að rekja sig að vönduðustu efnunum, þar á meðal til Egyptalands þar sem var að finna gæðamestu hrosshárin. Þaðan í frá hafa glæstu taglhárin af arabískum hestum verið flutt til Köping og þvegin og skoluð í fersku, hreinu ánni sem rennur hjá verksmiðjunni.
Bráðlega varð smáþorpið Hed of lítið fyrir stækkandi fjölskyldufyrirtækið og árið 1924 íhugaði Janson að flytja fyrirtækið til Stokkhólms. Það voru fleiri viðskiptavinir í höfuðborginni og Hästens salan var orðin talsverð í vöruhúsi Nordiska Kompaniet í miðborginni. Leitað var eftir lóð í Sundbyberg, nálægt Stokkhólmi, en blómstrandi rómantík breytti bráðlega áætlunum og leiddi Hästens til bæjarins Köping í staðinn. Það var innfæddur Köping-íbúi, Astrid, sem fangaði hjarta David Janson og árið eftir fæddist fyrsta barn þeirra, Solveig. Bærinn hefur æ síðan hýst aðalstöðvar Hästens.
Árið 1926 hóf fyrirtækið að búa til dúnsængur og kodda úr gæðadúni og fiðri sem voru í boði sem hliðargrein við rúmframleiðsluna.
Á 4. áratug 19. aldar uppgötvaði fjölskyldan verulega breytingu í svefnvenjum. Áður hafði fólk búið um sig í sófa fyrir nóttina í stað rúms en æ fleiri gera ráð fyrir svefnherbergjum og fjárfesta í almennilegum rúmum. 13. janúar árið 1935 var lógó Hästens skráð sem vörumerki í Svíþjóð. Vörumerkið er í gildi enn þann dag í dag.
Athafnasvæði Hästens var orðið of lítið um miðjan fimmta áratuginn og fyrirtækið hugði á frekari stækkun. Það var ekki nóg fyrir Janson að stækka, heldur vildi hann skapa nýja draumaverksmiðju. Í lok áratugarins komst hann í kynni við Ralph Erskine, sem á þeim tíma var lítt þekktur arkitekt. Stíll Erskine höfðaði til Janson sem fól honum að hanna nýju verksmiðjuna. Útkoma varð bygging sem líktist ekki hefðbundnum verksmiðjubyggingum. Í byrjun var byggingin kölluð „Tívolíið“. Hönnunin var einstök með fallegum línum og léttum bogaformum og náði táknrænni stöðu meðal arkitekta í Svíþjóð.
Sem loforð um gæði og endingu kynnti Janson 25 ára ábyrgð á öllum rúmum. Ætlunin var að framleiða rúm sem jafnþægileg (eða betri) eftir 25 ár eins og fyrstu nóttina.
Þegar Hästens hélt upp á aldarafmæli sitt sem rúmframleiðandi árið 1952 útnefndi Gustaf VI Adolf konungur það sem konunglegan birgi og heimsótti verksmiðjuna í Köping árið eftir til að veita því formlega viðurkenningu fyrir gæðavörur fyrirtækisins. Sama ár keypti Swedish America Line rúm frá Hästens í skemmtiferðaskip sitt M/S Gripsholm. Orðstír Hästens um yfirburða gæði fór að berast.
FJÓRÐA KYNSLÓÐIN
Dóttir David Janson, Solveig, sinnti stöðu fjármálastjóra í mörg ár á miðri 20. öld og árið 1963 tók hún við rekstrinum ásamt eiginmanni sínum, Jack Ryde, auk stuðnings yngri systra hennar, Ethel og Yvonne. Reksturinn óx stöðugt í ýmsar áttir og náði yfir húsgögn, sætis- og bakpúðaframleiðslu.
Jack Ryde, sem var áhugamaður um hönnun, langaði að hugsa upp sérstakt hágæðamynstur til að tákna vörumerkið. Árið 1978 hannaði hann bláköflótta mynstur Hästens og kynnti það á húsgagnasýningu í Svíþjóð. Grípandi hönnunin fékk strax harða gagnrýni í sænsku pressunni. Þetta ferska bláa og hvíta köflótta mynstur stangaðist á við tísku áttunda áratugarins í brúnu, grænu og gulrauðu, og var gjörólíkt öllu öðru sem hafði sést á rúmum áður. Sagan hefur þó sýnt að þetta val var viturlegt. Jack Ryde lagði til atlögu við og breytti í kjölfarið kyrrstöðu og hefðbundnu útliti og hlutverki rúma.

FIMMTA KYNSLÓÐIN

Árið 1988, tíu árum eftir að bláköflótta mynstrið var kynnt til sögunnar, tekur Jan Ryde við stjórnartaumum fyrirtækisins. Rétt eins og hjá afa hans, mótast Hästens-ferðalag Jan Ryde að hluta af ástarsögu, þegar hann hittir fegurstu stúlku sem hann hafði nokkurn tíma augum litið: Anne-Lie frá Köping. Hann hafði stefnt á starfsframa hjá Tækniháskólanum í Linköping, þar sem hann kenndi nemendum iðnhagfræði og stefndi á doktorsnám. Hann ákvað að yfirgefa akademíska lífið og fara aftur heim til að stjórna rekstri Hästens og stofna fjölskyldu.
Í dag hefur einn af fjórum sonum þeirra þegar tekið þátt í fjölskyldufyrirtækinu. Undir forystu Ryde hefur fyrirtækið skerpt áherslurnar á kjarnastarfsemi, og alþjóðlega eftirspurnin eftir alnáttúrulegum, köflóttum rúmum hefur aukist dramatískt.
Árið 1995 útnefndi Carl XVI Gustaf konungur Hästens sem konunglegan birgi í annað sinn.
Eftirspurn eftir Hästens rúmum hélt áfram að aukast og árið 1998 er ákveðið að stækka verksmiðjuna jafnframt því að Hästens heldur áfram að stækka. Og 50 árum eftir að hafa hannað fyrstu draumaverksmiðjuna í byrjun síns ferils kom hinn nafntogaði arkitekt Ralph Erskine til baka til að hanna frekari stækkun verksmiðjuhússins.
Jan skilar með stolti handverkshefðinni inn í 21. öldina og í dag hefur fjölskyldufyrirtækið víkkað út markaði sína sem teygja sig til 45 landa í Evrópu, Asíu og Ameríku. Rúmin eru enn handunnin með sömu náttúrulegu efnunum og sama áhuganum að ná fullkomnun eins og þegar Pehr Adolf smíðaði sín fyrstu rúm fyrir 170 árum.
ÁSTRÍÐUFERÐALAG OKKAR
Í byrjun var Hästens lágstemmt og heiðarlegt fyrirtæki en hefur vaxið í að verða eitt af mikilsmetnustu vörumerkjum heimsins. Þó er saga okkar samtvinnuð einu atriði. Ást.

Hästens nýtur þess heiðurs og forréttinda að hafa þjónað sem opinber birgir fyrir sænsku hirðina í þrjár kynslóðir.
Næstum eitt hundrað ár frá því að hugmyndin um Hästens varð til var það útnefnt sem birgir fyrir hans hátign konung Svíþjóðar árið 1952 af Gustaf VI Adolf konungi, og við höfum afgreitt vörur til konunglegu hirðarinnar æ síðan.
Kröfurnar fyrir útnefningunni eru strangar og endurnýja þarf tilskipunina ef nýr konungur kemur til valda. Titillinn konunglegur birgir er stimpill á sænsk gæði og skandinavíska hönnun í hæsta gæðaflokki, merki sem við berum með stolti og okkur er heiður að bera.