Do you want to visit the website based on your current location?
Visit English site

Mastery - Mastery in the factory | Hästens

Andi meistaranna

Handverksmeistarar Hästens byggja á ríkri hefð fyrir meistarahandverki, sem má rekja allt aftur til nítjándu aldarinnar.

Andi meistaranna einkennist af óbilandi metnaði, vandaðasta fáanlega efniviði og frábæru handverki: Markmiðið okkar er að hafa handverkið í heiðri og smíða rúmin sem allan heiminn dreymir um.

Að skapa meistaraverk

Jafnvel það besta getur orðið enn betra. Hjá Hästens er markmiðið ævinlega að þróa handverk okkar og halda áfram að gera það sem við gerum best, bara enn betur.

Við leggjum hug og hjarta í allt sem við gerum – og þannig skilum við verki sem við erum óendanlega stolt af. Til að skapa meistaraverk þurfum við dag hvern að setja markið hærra en í gær, aftur og aftur.

Hvert einasta Hästens-rúm er afrakstur stöðugrar þróunar og óbilandi metnaðar fyrir handverkslistinni. Hvert og eitt þeirra er meistaraverk.

Handverk er meira en það sem augað sér

Handverkslistin er heilög

Handbragð meistarans er það sem glæðir hverja vöru lífi og sál. Það leynir sér ekki þegar vara er smíðuð af hug og hjarta og svo mikilli alúð að sjálf verund handverksmannsins verður hluti af meistaraverkinu. Oft er sagt að Guð birtist í hinu smáa og það á svo sannarlega við þegar við smíðum rúm sem á að verða hvíla sálarinnar.

Einstakt handverk er okkar þráhyggja

Handverksmeistari er manneskja sem lítur á eigið líf sem meistaraverk og leggur allt undir til að ná sífellt meiri og stórkostlegri árangri í list sinni.

Á vegferð lífsins höfum við notið þeirrar gæfu að fá að skapa slík listaverk aftur og aftur, hvert þeirra einstakt meistaraverk sem kallast á við meistaraverkið sem er líf okkar.

Við byggjum á arfleifð stórmenna

Á nítjándu öld lagði Pehr Adolf Janson grunninn að þeim metnaði og krafti sem unga handverksfólkið hjá Hästens hefur að leiðarljósi enn í dag.

Við heiðrum arfleifð meistaranna með því að standa dyggan vörð um hefðirnar og handverkið sem við höfum tekið í arf frá gengnum kynslóðum. Við höfum setið við fótskör meistaranna og vörurnar sem við smíðum í dag einkennast í senn af virðingu fyrir list þeirra og skýrri framtíðarsýn.

Á veginum til komandi ára mun hver kynslóð Hästens-handverksmeistara byggja á arfleifð þeirra sem á undan komu, með hefðir þeirra og þekkingu í farteskinu.

Andi Hästens

Andi Hästens er orkan sem þú skynjar í verksmiðjunni, fólkið sem vinnur hér og vörurnar sem við framleiðum. Þessi andi er kærleikurinn sem er samofinn hverri Hästens-vöru og gerir hana mikilvægan hluta af lífi viðskiptavina okkar. Það er þessi andi sem gerir hvert Hästens-rúm einstakt.

Hjá Hästens er okkur öllum í blóð borið að stefna ætíð að afburðaárangri og leggja allan okkar metnað í hverja vöru.

Það eru innviðir rúmsins sem mestu skipta

Rúmið þitt er smíðað af miklu listfengi úr sérvöldum hráefnum og það eykur vellíðan þína að innan sem utan. Hästens-rúm er ekki bara eitthvað sem þú sefur á, heldur það sem þú sefur í.

Draumarúmið þitt verður til hér hjá okkur

Þegar þú leggst í rúm frá Hästens upplifirðu umfaðmandi rúm sem er búið til hér, í draumaverksmiðjunni okkar, af ástríðu Hästens fyrir handverki og með það sem er gott fyrir þig í huga. Leyfðu þér að upplifa afrakstur markmiðs okkar um að búa til enn þægilegri rúm.

„Faðir minn var handverksmaður af gamla skólanum. Í hans huga voru gæði og handverk nánast heilög markmið. Þetta viðhorf var meitlað í huga minn og allra starfsmanna okkar.

Vörurnar sem við búum til verða að vekja virðingu hjá öðrum, það er leiðarhnoðað sem við höfum fylgt frá upphafi.“

David Janson, þriðja kynslóð (1892–1963)

Virðing fyrir arfleifð söðlasmiðanna

Þau tímalausu gildi sem stofnandi Hästens byggði á, gildi á borð við handverkslist, gæði og natni við smáatriði, eru enn í forgrunni hjá okkur.

„Einstök gæði, besta fáanlega hráefni og frábært handverk.“

Per Thure Janson, önnur kynslóð (1864–1926)

Meistarinn vinnur aðeins með bestu fáanlegu hráefnin

Handverk og áhersla á smáatriði skipta öllu máli og Hästens-rúmið þitt er smíðað úr bestu fáanlegu hráefnum. Þannig verður hver stund sem þú átt í rúminu sælustund.

Gæði hráefnanna endurspegla metnað okkar fyrir þægindum og vellíðan. Hästens-rúmin eru gerð úr hrosshári, bómull, ull og hör. Þetta eru náttúruefni sem anda eðlilega og skapa heilbrigt og einstaklega þægilegt svefnumhverfi.

„Handverkslist er í grunninn það að skapa eitthvað magnað og einstakt, eitthvað sem er unnið af kærleik.“

- Jan Ryde, fimmta kynslóð

Arfleifð sem lifir

Markmið okkar er að smíða þægileg rúm sem endast lengur en nokkur önnur rúm. Þess vegna erum við sífellt að endurhanna og þróa rúmin okkar, með aukin þægindi og lengri endingu í huga. Við vitum að því þægilegra og endingarbetra sem rúmið þitt er, þeim mun meiri gleði og gæði færir það þér og þínu daglega lífi, um ókomin ár.

Verið velkomin í veröld Hästens þar sem hvert smáatriði segir sögu handverksmeistaranna

Staðsetning verslana

RÚMPRÓF

Hästens katalóg